Sviðsetti innbrot

Maður hefur verið kærður fyrir tryggingasvik en hann tilkynnti mótorhjól …
Maður hefur verið kærður fyrir tryggingasvik en hann tilkynnti mótorhjól stolin mbl.is/Þorkell Þorkelsson

Um mánuði eftir að maðurinn tilkynnti „innbrotið“ lét hann vita að hjólin væru ófundin og bætti Sjóvá honum tjónið. Nú í ágúst fékk Sjóvá pata af því að maðurinn væri með annað mótorhjólanna og að hitt hjólið væri hjá bróður hans. Starfsmenn Sjóvár fóru til mannsins og spurðu hvort hann væri með mótorhjólin. Hann kannaðist ekki við það í fyrstu en vísaði svo á mótorhjól í bílskúrnum, sömu gerðar og annað stolnu hjólanna, en sagði það í eigu bróður síns. Búið var að afmá hluta af verksmiðjunúmeri en því sem sást bar saman við númer annars umræddra hjóla. Lögreglan fjarlægði hjólið.

Maðurinn hafði síðan samband við tryggingafélagið og viðurkenndi að hjólið væri annað þeirra sem hann hafði tilkynnt stolið. Sagðist hann hafa fundið það á víðavangi eftir að hann fékk bæturnar greiddar. Hann viðurkenndi síðar að hafa sviðsett innbrotið eftir að hafa komið mótorhjólunum undan.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert