Tekinn á 185 km hraða

mbl.is/Július

Lögreglan á Blönduósi stöðvaði í morgun ökumann bifreiðar en lögreglan á Akureyri hafði látið vita að bensínþjófur væri um borð. Þrír ungir menn voru í bílnum og var einn undir áhrifum fíkniefna. Þá var ökumaður bifhjóls tekinn í gær fyrir ofsaakstur.

Ökumaður mótorhjóls var tekinn í gærkvöldi fyrir að keyra á 185 km hraða í Langadal. Ökumaðurinn reyndi að stinga lögregluna á Blönduósi af en neyddist til að stöðva hjólið þegar lögreglan sat fyrir honum. Var hann sviptur ökuleyfi á staðnum og má búast við vænri sekt fyrir athæfið.

Lögreglan sagðist ekki í mörg ár hafa mælt neinn á svo miklum hraða.

Þá tók lögreglan í Vestmannaeyjum í dag farþega sem hafði á sér eitthvað af fíkniefnum til einkanota.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert