Vilja rannsaka laxveiðiboð

00:00
00:00

Dag­ur B. Eggerts­son odd­viti Sam­fylk­ing­ar vill all­ar upp­lýs­ing­ar upp á borðið um laxveiðiboð sem Viljálm­ur Þ Vil­hjálms­son þáver­andi borg­ar­stjóri og Björn Ingi Hrafns­son þáver­andi odd­viti Fram­sókn­ar­flokks­ins þáður skömmu áður en til­kynnt var um samruna Geys­is Green og REI. Hann seg­ir að æðstu emb­ætt­is­mönn­um, þar á meðal borg­ar­stjóra, sé óheim­ilt að þiggja slík boð af þeim sem borg­in eigi viðskipti við.

Svandís Svavars­dótt­ir, odd­viti VG, sagði í borg­ar­stjórn í morg­un að það væri gott að menn gætu  nú aft­ur farið að veiða lax í friði.

Ferðin var far­in 11 til 14 ág­úst í  fyrra. Baug­ur var þriðji stærsti hlut­hafi í Geys­ir Green Energy en ein­um og hálf­um mánuði eft­ir veiðina kom upp sú hug­mynd að sam­eina Geysi Green Energy og Reykja­vík Energy In­vest.

Björn Ingi og Vil­hjálm­ur segja að Hauk­ur Leós­son hafi greitt fyr­ir þá úr eig­in vasa. Þeir fóru með maka sína og upp­lýst hef­ur verið að boðið hef­ur kostað á þriðju millj­ón króna. Guðlaug­ur Þór Þórðar­son, heil­brigðisráðherra, hef­ur sagt að hann hafi greitt Hauki Leós­syni fyr­ir ferðina. Stefán Hilm­ars­son fjár­mála­stjóri Baugs var með í ferðinn en Lár­us Weld­ing banka­stjóri Glitn­is for­fallaðist.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert