Aflaverðmætið 162 milljónir króna

Frystitogarinn Venus HF
Frystitogarinn Venus HF Af vef HB Granda

Frysti­tog­ar­inn Ven­us HF kom til hafn­ar í Reykja­vík í gær eft­ir 40 daga veiðiferð í rúss­nesku lög­sög­una í Bar­ents­hafi. Afli upp úr sjó var tæp­lega 700 tonn og fryst­ar afurðir námu tæp­lega 290 tonn­um. Afla­verðmætið í veiðiferðinni er um 162 millj­ón­ir króna. Þetta kem­ur fram á vef HB Granda.

Ven­us HF var eina ís­lenska skipið í rúss­nesku lög­sög­unni en nokkru áður hafði Sig­ur­björg ÓF verið þar á ferðinni og gert mjög góðan túr.

,,Afl­inn var svo til aðallega þorsk­ur og ýsa. Við vor­um með um 570 tonn af þorski upp úr sjó og 113 tonn af ýsu. Auka­afl­inn náði e.t.v. 10 tonn­um og uppistaðan í þeim afla var stein­bít­ur og hlýri. Fisk­ur­inn var frek­ar smár og reynsl­an sýn­ir að það er hægt að fá skárri fisk á þess­um slóðum fyrri hluta sum­ars,” seg­ir Har­ald­ur Árna­son, 1. stýri­maður og af­leys­inga­skip­stjóri á Ven­usi HF, á vef HB Granda.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert