Aflaverðmætið 162 milljónir króna

Frystitogarinn Venus HF
Frystitogarinn Venus HF Af vef HB Granda

Frystitogarinn Venus HF kom til hafnar í Reykjavík í gær eftir 40 daga veiðiferð í rússnesku lögsöguna í Barentshafi. Afli upp úr sjó var tæplega 700 tonn og frystar afurðir námu tæplega 290 tonnum. Aflaverðmætið í veiðiferðinni er um 162 milljónir króna. Þetta kemur fram á vef HB Granda.

Venus HF var eina íslenska skipið í rússnesku lögsögunni en nokkru áður hafði Sigurbjörg ÓF verið þar á ferðinni og gert mjög góðan túr.

,,Aflinn var svo til aðallega þorskur og ýsa. Við vorum með um 570 tonn af þorski upp úr sjó og 113 tonn af ýsu. Aukaaflinn náði e.t.v. 10 tonnum og uppistaðan í þeim afla var steinbítur og hlýri. Fiskurinn var frekar smár og reynslan sýnir að það er hægt að fá skárri fisk á þessum slóðum fyrri hluta sumars,” segir Haraldur Árnason, 1. stýrimaður og afleysingaskipstjóri á Venusi HF, á vef HB Granda.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert