Eiginkona Paul Ramses grét

Paul Ramses var orðlaus þegar hann frétti um að hann yrði fluttur til Íslands og mál hans tekið fyrir aftur af mannúðarástæðum. Eiginkona hans grét. Lögmaður hans vonast eftir því að hann komi til landsins þegar í næstu viku.

Dómsmálaráðuneytið hefur snúið við úrskurði Útlendingastofnunar og ætlar að taka mál flóttamannsins Paul Ramses fyrir en hann hefur verið í flóttamannabúðum á Ítalíu síðan hann var sendur úr landi. Fjöldi manna mótmælti brottvísuninnu.

Útlendingastofnun ætlar að ganga hratt í málið en ákveðin hætta er á töfum vegna skrifræðis á Ítalíu. Katrín Theodórsdóttir lögmaður hans vonast þó til þess að hann komi strax í næstu viku.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert