Eldsneytisverð lækkar

mbl.is/Frikki

Eldsneytis­verð lækkaði um ein­ar sex krón­ur í dag. Bens­ín­lítr­inn kostaði í gær um 165,7 krón­ur en í dag er lægsta verð 156 krón­ur, hjá Ork­unni við Miklu­braut. ÓB býður lægst 162,10, í Grafar­holti, Egó býður 164,10 á öll­um stöðvum og Atlantsol­ía sömu­leiðis.

Dísi­lolí­an er ódýr­ust hjá Ork­unni á Miklu­braut en þar fæst hún á 171,80. ÓB býður best í Grafar­holti eða á 177,90, Egó sel­ur hana á öll­um stöðum á 179,90 og Atlantsol­ía á sama verði.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka