Fáir á ferli

Það gekk ýmislegt á í mötuneyti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í …
Það gekk ýmislegt á í mötuneyti lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í dag meðan á leiknum stóð.

Það eru fáir á ferli á höfuðborgarsvæðinu enda flestir landsmenn að fylgjast með „strákunum okkar" á Ólympíuleikunum í Peking þar sem þeir keppa á móti Spánverjum. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu er rólegt yfir öllu og svo virðist sem flestir hafi komið sér fyrir framan skjáinn til að fylgjast með leiknum sem er gríðarlega spennandi.

Gréta Ingþórsdóttir, aðstoðarmaður forsætisráðherra, horfir á leikinn í sendiráði Íslands í Berlín og segir að stemmingin sé gríðarleg. Telur hún að þegar flest var hafi um áttatíu manns verið í sal sendiráðsins og tóku allir þátt í stemmingunni, Íslendingar sem aðrir.

Mörg fyrirtæki buðu starfsmönnum sínum upp á að horfa á leikinn á vinnustöðum og nýta margir sér það tækifæri. Eins er greinilegt að fjölmargir fylgjast með framvindu leiksins á mbl.is þar sem frétt um leikinn er orðin sú mest lesna í dag af fréttum mbl.is. 

Starfsmenn Línuhönnunar fylgdust með
Starfsmenn Línuhönnunar fylgdust með
Starfsmenn Árvakurs fylgjast spenntir með leiknum.
Starfsmenn Árvakurs fylgjast spenntir með leiknum. mbl.is/Júlíus
Starfsmenn Nýherja fylgjast með leiknum
Starfsmenn Nýherja fylgjast með leiknum
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert