Fíkniefnafundur á Seyðisfirði

Norræna
Norræna mbl.is/Steinunn Ásmundsdóttir

Við komu Norrænu til Seyðisfjarðar í gær fundu fíkniefnaleitarhundar tollgæslunnar töluvert magn af ýmsum tegundum fíkniefna í bifreið tveggja þýskra ferðamanna. Hundarnir merktu á bílinn og fundu fljótlega hluta efnanna og vísuðu ferðalangarnir þá á það sem enn var ófundið. Málið er að fullu upplýst með játningum og var því lokið með sektargerðum.

Var þetta í fyrsta skipti sem nýr fíkniefnaleitarhundur embættisins var notaður við leit og lofar frammistaða hundsins góðu um framhaldið, samkvæmt tilkynningu frá lögreglu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka