Íbúar í Neskaupsstað halda upp það með miklum glæsibrag að Íslendingar eru komnir í úrslit á ólympíuleikunum.
Rúmlega áttatíu manns úr Mýrarhverfinu í Neskaupsstað fögnuðu árangri íslenska handboltaliðsins í dag og slógu upp mikilli grillveislu.
Íbúarnir fóru í skrúðgöngu um hverfið og settust svo að borðum þar sem gleðin réði ríkjum.
Ekki er ólíklegt að teitið haldi áfram langt fram á rauða nótt.