Heppnar að ekki fór verr

Bíll stúlknanna skemmdist töluvert.
Bíll stúlknanna skemmdist töluvert. mynd/bb.is

„Við vor­um rosa­lega heppn­ar“, seg­ir Anna María Björns­dótt­ir, 17 ára ökumaður bíls sem hafnaði út í sjó eft­ir að hún missti stjórn á hon­um í lausa­möl á ný­lagðri klæðningu í Engi­dal í gær­kvöldi. Anna María ásamt tveim­ur farþegum tókst af miklu snar­ræði að koma sér út úr bíln­um og í land áður en hann fór á bólakaf.

„Bíll­inn byrjaði að rása í möl­inni enda hef­ur greini­lega verið ný­búið að leggja á veg­inn og mjög mikið af möl, mun meira en er núna. Ég reyndi að beygja í þá átt sem bíll­inn var að rása og steig svo ör­létt á brems­una og bíll­inn fór beint út af veg­in­um. Við lent­um fyrst á húdd­inu og fór­um hring í loft­inu og lent­um svo aft­ur á húdd­inu og svo sem bet­ur fer féll bíll­inn á dekk­in í vatn­inu. Við tók­um sem sagt tvær stungu­velt­ur fram fyr­ir okk­ur,“ sagði Anna María í sam­tali við Bæj­ar­ins besta.

„Bíll­inn klesst­ur að fram­an og að aft­an en ekk­ert á þak­inu og við vor­um mjög heppn­ar að bíll­inn skildi lenda á dekkj­un­um í sjón­um. Aft­ur­rúðan brotnaði og stelp­urn­ar gátu skriðið þar út en ég skrúfaði niður fremri rúðurn­ar á meðan bíll­inn var í loft­inu og komst þar út, en það er gert ra­f­rænt svo það er ekki víst að ég hefði getað gert það eft­ir að bíll­inn lenti. Við synt­um í land og þegar við vor­um kom­in upp á veg­inn var bíll­inn nær kom­inn á kaf,“ bæt­ir Anna María við.

Anna María seg­ir þær vin­kon­urn­ar þrjár vera í miklu sjokki en sem bet­ur fer meidd­ust þær ekki að ráði. „Við feng­um hnykk út af belt­un­um en við vor­um upp á sjúkra­húsi og það verður allt í lagi með okk­ur. Við eig­um samt að taka því ró­lega því við erum með bólg­ur í baki sem eiga að versna á næstu dög­um en við erum bara ánægðar að ekki fór verr.“ 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert