Íslendingastemning á Cafe Blasen

Tugir Íslendinga fylgdust með leiknum á Cafe Blasen í dag.
Tugir Íslendinga fylgdust með leiknum á Cafe Blasen í dag. mynd/Sigurður Máni

Það var ósvikin Íslendingastemning á veitingastaðnum Cafe Blasen við Nørregade í Kaupmannahöfn í dag en tugir Íslendinga fylgdust þar með leik Íslands og Spánar í undanúrslitum handboltakeppninnar á ólympíuleikunum í Peking.

Að sögn Sigurðar Mána Helgusonar, eiganda staðarins, rúmar staðurinn 55-60 manns með góðu móti en áætlað er að um 90 Íslendingar hafi verið þar inni þegar leiknum lauk. Opnað var klukkan 13 að dönskum tíma, klukkutíma fyrir leik, og þá beið þegar hópur fólks fyrir utan.

Sigurður Máni segist aldrei hafa upplifað aðra eins stemningu. Hann ætlar að opna barinn á slaginu klukkan 9 á sunnudagsmorguninn en úrslitaleikur Íslands og Frakklands hefst klukkan 9:45 að dönskum tíma. 

Íslenskum mörkum var fagnað svikalaust.
Íslenskum mörkum var fagnað svikalaust.
Það var útihátíðarstemning í Nørregade eftir leikinn.
Það var útihátíðarstemning í Nørregade eftir leikinn.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert