Keyrði á staur

Ökumaður missti stjórn á bifreið sinni á Akranesi í dag og keyrði á ljósastaur. Konan misreiknaði sig þegar hún mætti bíl og rykkti bílnum til hliðar með þeim afleiðingum að hann lenti á staurnum. Hún var ein í bílnum og slasaðist ekki en bíllinn er gerónýtur.

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað til í morgun að bifreiðaverkstæði í Hafnarfirði. Þar hafði kviknað í bensínpolli. Starfsmenn höfðu slökkt eldinn þegar slökkviliðið var komið á staðinn en það þurfti þó að reykræsta.

Þá var það kallað út vegna vatnsleika á Karlagötu í dag. Heitt vatn lak í efstu íbúðinni og barst það yfir í tvær aðrar íbúðir. Talið er að eitthvað sé um skemmdir vegna lekans.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert