Mál Ramses tekið fyrir á ný

Paul Ramses.
Paul Ramses.

Mál Paul Ramses verður tekið til nýrrar umfjöllunar hér á landi á grundvelli undanþáguheimildar, samkvæmt niðurstöðu umfjöllunar dóms- og kirkjumálaráðuneytisins, sem greint var frá í morgun.

Í tilkynningu frá ráðuneytinu segir að „í ljósi nýrra upplýsinga, sem ekki lágu fyrir við meðferð málsins hjá Útlendingastofnun, þykir rétt að mál hans verði tekið til efnislegrar umfjöllunar hér á landi á grundvelli undanþáguheimildar svonefndrar Dublinreglugerðar.“

Ramses kærði í síðasta mánuði þá ákvörðun Útlendingastofnunar að hafna því að taka til meðferðar beiðni hans um hæli hér á landi. Ráðuneytið fellst ekki á málsmeðferð Útlendingastofnunar hafi verið haldin annmörkum sem valdi ógildingu ákvörðunar stofnunarinnar, þótt nýjar upplýsingar leiði til þess að rétt þyki að taka málið upp á ný.

Í Dublin reglugerðinni er heimild til að taka ekki umsóknir til efnislegrar meðferðar, heldur vísa hælisleitendum til þess Evrópulands sem ber ábyrgð á þeim samkvæmt reglugerðinni.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert