Ráðherra boðar þjóðhátíð

Þorgerður Katrín boðar til þjóðhátíðar í næstu viku.
Þorgerður Katrín boðar til þjóðhátíðar í næstu viku. mbl.is/Frikki

„Ég verð starfandi forsætisráðherra þegar drengirnir koma heim í næstu viku og ég mun sjá til þess að ríkisstjórnin haldi stóra og mikla móttöku fyrir  strákana," sagði Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra í samtali við mbl.is og boðaði hreinlega til þjóðhátíðar.

Þorgerður Katrín sagði að nú nokkrum mínútum eftir að leiknum lauk að farið yrði í þá vinnu að skipuleggja þau hátíðahöld.

 „Við erum komin með silfur, spáðu í það. Ég hef bara mikla trú að á að við vinnum þetta. Drengirnir hafa einhverja ótrúlega innri stóíska ró og þó að allir séu búnir að tala um það að Frakkarnir séu langbestir þá hef ég eigi að síður mikla trú á okkar drengjum," sagði Þorgerður Katrín.

 „Þetta er töfraliðið okkar"

 „Ég er reynslubolti í þessum heimi og ég hef verið á milljón mótum, Evrópu-, heimsmeistara- og ólympíumótum og ég hef aldrei séð svona gott lið það eru einhverjir töfrar yfir þessu liði, þetta er töfraliðið okkar," bætti Þorgerður Katrín við að lokum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert