Segja nei við nauðgunum á menningarnótt

Karlahópur Femínistafélags Íslands hefur undanfarin fimm ár staðið fyrir átakinu „Karlmenn segja NEI við nauðgunum.“ Í ár tekur hópurinn þátt í menningarnótt Reykjavíkurborgar. Bæklingum, póstkortum og öðru efni verður dreift til að vekja athygli á málstaðnum og eru karlar hvattir til að taka þátt í umræðunni.

Markmið þessa forvarnarstarfs er að hitta og ræða við karlmenn, unga sem aldna, um áhrif og alvarleika nauðgana og hvetja karlmenn til að taka virkan þátt í baráttunni gegn kynbundnu ofbeldi.

Karlahópurinn leggur áherslu á að umræðan um kynbundið ofbeldi standi allt árið um kring.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka