Stofna leiguíbúðafélög og taka lán hjá Íbúðalánasjóði

Nýbyggingar í Úlfarársdal
Nýbyggingar í Úlfarársdal mbl.is/Haraldur Guðjónsson

Nokkuð ber nú á því að ný leiguíbúðafélög spretti upp, en eins og fram hefur komið leitast byggingarverktakar nú í auknum mæli við að koma óseldum íbúðum í notkun með öllum tiltækum ráðum. Áætlað hefur verið að um 2.000 fullbyggðar og óseldar íbúðir séu nú á markaðnum.

Félagsmálaráðherra staðfestir leiguíbúðafélög og samþykktir þeirra, áður en þau geta sótt um lán hjá Íbúðalánasjóði (ÍLS) í fyrsta sinn. Óskar Páll Óskarsson, lögfræðingur á velferðarsviði félagsmálaráðuneytisins, segir að nú sæki mun fleiri leiguíbúðafélög um staðfestingu ráðherra en í fyrra, fimm til tíu félög í hverjum mánuði.

Þá segir Ívar Ragnarsson, sviðsstjóri fjármálasviðs ÍLS, að þess séu dæmi að leiguíbúðafélög í eigu byggingaverktaka hafi tekið leiguíbúðalán hjá sjóðnum á þessu ári. ÍLS hefur á þessu ári heimild til þess að lána fimmtán milljarða króna í almenn leiguíbúðalán. Upphaflega var sú heimild tíu milljarðar á árinu en seint í júní var tilkynnt um viðbótarframlag ríkisins. Þess utan hefur sjóðurinn heimild til 6,5 milljarða lána til félagslegra leiguíbúða.

Útlán í þessum lánaflokki voru að meðaltali tæpar 859 milljónir á mánuði fyrri hluta þessa árs. Í júlí voru þau hins vegar 1,9 milljarðar eða ríflega 120% yfir meðaltali ársins það sem af er. Ívar Ragnarsson segir erfitt að segja til um hvort svona hafi einfaldlega hist á í júlímánuði eða ákveðin þróun sé hafin. Þetta sé ekki endilega merki um að útlánin verði sambærileg við júlí á komandi mánuðum.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert