Vill auka samstarf við minnihluta

Hanna Birna ásamt fjölskyldu sinni: Vilhjálmur Jens Árnason heimspekingur, Aðalheiður …
Hanna Birna ásamt fjölskyldu sinni: Vilhjálmur Jens Árnason heimspekingur, Aðalheiður og Theódóra Guðný. mbl.is/Golli

Hanna Birna Kristjánsdóttir, nýr borgarstjóri Reykjavíkurborgar, segir að mest aðkallandi verkefni hins nýja meirihluta sé að koma á öryggi og festu í stjórnkerfinu og tryggja að ákvarðanir gangi hratt og örugglega fyrir sig.

„Hægagangur hefur verið inngróinn í kerfið of lengi og það þarf að snúa því blaði við. Það þarf að sýna að Reykjavíkurborg er nútímalegt fyrirtæki sem klárar hlutina,“ segir Hanna Birna.

Það breytir því ekki að hér er ábyrgur og sterkur meirihluti. Við eigum samt að auka aðkomu minnihlutans að ákvarðanatöku og efla traust. Það auðveldar öll störf og skilar sér nánast undantekningalaust í góðum ákvörðunum.“

Unnið eftir hugmyndasamkeppninni um Vatnsmýrina

Við munum strax fara í viðræður við ríkisvaldið um framtíð flugvallarins. Við munum halda áfram uppbyggingu í grennd við Vatnsmýrina á grundvelli hugmyndasamkeppninnar sem efnt var til. Ég er þeirrar skoðunar að sú hugmyndasamkeppni sé eitt mesta framfaraskref sem stigið hefur verið í íslenskum skipulagsmálum.“

Hanna Birna segist þeirrar skoðunar að ekki sé raunhæft að klára staðsetningu flugvallarins á þessu kjörtímabili.

„Ég held að þetta [viðræður við ríkið um framtíð flugvallar] sé besta skrefið sem hægt sé að taka á þessum tímapunkti. Þessari hugmynd, að flugvöllurinn eigi ekki að vera þarna, þarf ég augljóslega að vinna aukið fylgi.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert