Erill hjá lögreglunni

Talsverður erill var í nótt hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu og sex gistu fangageymslur vegna ölvunar og óláta. Hafa þurfti afskipti af fólki vegna minniháttar pústra og stympinga en að öðru leyti gekk allt vel. 

Þá varð eitt umferðaróhapp er ökumaður sem grunaður er um ölvun keyrði út við Höfðabakka og lenti á tré. Reyndist hann ekki vera með áverka og fékk að fara heim að lokinni blóðprufu á lögreglustöð.

Fimm voru teknir fyrir ölvun við akstur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert