Erill hjá lögreglunni

Tals­verður er­ill var í nótt hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu og sex gistu fanga­geymsl­ur vegna ölv­un­ar og óláta. Hafa þurfti af­skipti af fólki vegna minni­hátt­ar pústra og stymp­inga en að öðru leyti gekk allt vel. 

Þá varð eitt um­ferðaró­happ er ökumaður sem grunaður er um ölv­un keyrði út við Höfðabakka og lenti á tré. Reynd­ist hann ekki vera með áverka og fékk að fara heim að lok­inni blóðprufu á lög­reglu­stöð.

Fimm voru tekn­ir fyr­ir ölv­un við akst­ur.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert