Góð stemning í bænum

Dansað í rigningunni.
Dansað í rigningunni. mbl.is/Golli

Gest­ir á Menn­ing­arnótt láta ekki væt­una hafa áhrif á sig og er tölu­verður fjöldi nú sam­an­kom­inn í miðbæn­um.

Þar voru fyr­ir stundu þess­ir harmonikku­spil­ar­ar sem léku við hvern sinn fing­ur. Veg­far­end­ur brugðu und­ir sig betri fæt­in­um og stigu létt­an dans í rign­ing­unni.

Hátíðar­höld í miðbæn­um fara ann­ars vel fram.

Lítið er orðið eft­ir af bíla­stæðum í Þing­holt­un­um og vill lög­regla benda þeim sem eru á leið í bæ­inn að nota sér bíla­stæði við Lands­spít­ala eða Há­skóla Íslands.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert