Handboltinn bjargaði honum

Björgvin Páll Gústavsson.
Björgvin Páll Gústavsson. mbl.is/Brynjar Gauti

Ísland spil­ar um gullið á Ólymp­íu­leik­un­um í hand­bolta. Langþráður draum­ur er orðinn að veru­leika og ís­lenska þjóðin er að springa úr stolti yfir „strák­un­um sín­um“. Einn þeirra, Björg­vin Páll Gúst­avs­son, yngsti leikmaður liðsins, hef­ur vakið mikla at­hygli fyr­ir frá­bæra frammistöðu í mark­inu.

Í dag er hann þjóðhetja en í æsku höfðu fáir trú á því að nokkuð yrði úr hon­um. Móðir Björg­vins, Linda Björg Finn­boga­dótt­ir, lýs­ir því hvernig hún barðist fyr­ir syni sín­um á yngri árum og neitaði að láta hann á lyf við of­virkni. Kerfið krafðist þess en móðureðlið og þrjósk­an hafði bet­ur.

„Ég var orðin vön því að heyra alls kyns leiðinda­at­huga­semd­ir útund­an mér um Björg­vin Pál. Eins og: „Þessi á bara eft­ir að lenda í ræs­inu“, „Það verður ekk­ert úr hon­um“ og fleira í þess­um dúr,“ seg­ir Linda Björg Finn­boga­dótt­ir, móðir Björg­vins Páls.

„Björg­vin Páll var mjög óþekk­ur í æsku og átti erfitt með að hemja skap sitt. Svo var hann stór eft­ir aldri og það voru gerðar meiri kröf­ur til hans vegna stærðar­inn­ar. Fólki fannst hann vera miklu eldri en hann var. Í skól­an­um tók hann upp á ýmsu, var ódæll og lenti í slags­mál­um, eins og stráka er hátt­ur.

Í 24 stund­um í dag kem­ur fram hvernig Björg­vini Páli tókst að yf­ir­vinna þetta.  

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert