Íslenskur handbolti á forsíðu New York Times

Ólafur Ragnar Grímsson fagnar sigri á Spánverjum með Hreiðari Levy …
Ólafur Ragnar Grímsson fagnar sigri á Spánverjum með Hreiðari Levy Guðmundssyni og Sturlu Ásgeirssyni. AP

Árang­ur ís­lenska hand­bolta­landsliðsins í undanúr­slita­leik gegn Spán­verj­um í gær vakti víða at­hygli. Ekki aðeins var fjallað um ár­ang­ur liðsins í ís­lensk­um fjöl­miðlum held­ur sýndu er­lend­ir miðlar gengi liðsins mik­inn áhuga. Þar á meðal var banda­ríska stór­blaðið New York Times sem birti í dag á forsíðu sinni mynd af ís­lenska liðinu að fagna í leiks­lok.

Mynd­in birt­ist und­ir fyr­ir­sögn­inni „An Olympic Saga Cont­inu­es“. Inni í blaðinu er um­fjöll­un um leik ís­lenska liðsins og viðtal við Ólaf Ragn­ar Gríms­son, for­seta Íslands, nokkra úr ís­lenska liðinu og ís­lenska sendi­menn.

Þar kem­ur m.a. fram að á fundi Ólafs Ragn­ars og Hu Jintao, for­seta Kína, í fyrrinótt, hafi kín­verski for­set­inn boðið þeim ís­lenska til há­deg­is­verðar á morg­un. Þetta var fyr­ir leik Íslands og Spán­ar og Ólaf­ur Ragn­ar seg­ist hafa sagt Hu, að hugs­an­lega yrði hann að fara snemma ef hann þyrfti að fylgj­ast með ís­lenska liðinu spila um bronsverðlaun. Ef Ísland spilaði um gull lægi hon­um ekk­ert á því sá leik­ur væri síðdeg­is að kín­versk­um tíma.

„Ég vona svo sann­ar­lega að þú get­ir verið hér all­an há­deg­is­verðinn," hef­ur Ólaf­ur Ragn­ar eft­ir Hu. „Mér fannst þetta afar diplóma­tísk aðferð hjá for­set­an­um við að lýsa stuðningi við ís­lenska liðið." 

Forsíða New York Times í dag

Grein­in sjálf.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert