Minkur skoðar menningarnótt

Minkurinn á hlaupum.
Minkurinn á hlaupum. mynd/Gudmundur Jóhannsson

Mink­ur gerði sig heima­kom­inn í Græn­lands­leið í Grafa­holti í dag. Íbúum tókst að fanga mink­inn og loka inni í búri. Hef­ur hann nú verið fjar­lægður af borg­ar­yf­ir­völd­um.

Menn urðu minks­ins fyrst var­ir um klukk­an fjög­ur í nótt. Að sögn Guðmund­ar Jó­hanns­son­ar, íbúa á Græn­lands­leið, gerði minkur­inn sig þá lík­leg­an til að kom­ast inn um bréfal­úgu eins húss­ins en varð frá að hverfa. Ekk­ert sást svo til hans fyrr en í há­deg­inu í dag og olli heim­sókn­in miklu upp­námi í göt­unni.

Guðmund­ur seg­ir að börn og full­orðnir hefðu hlaupið um með allskon­ar bar­efli og reynt að vinna á dýr­inu. Dýr­ind­is grill­kjöt hafi verið sett í hunda­búr en ekki freistaði það minks­ins.

Loks, eft­ir um klukku­tíma bar­áttu tókst að hand­sama dýrið og setja það í búrið.

Haft var sam­band við mein­dýra­eyði borg­ar­inn­ar sem kom og fjar­lægði mink­inn. Lauk þar með þessu óvænta atriði menn­ing­ar­næt­ur í Grafar­holti.

Minkurinn í búrinu.
Minkur­inn í búr­inu. mynd/​Gudmund­ur Jó­hanns­son
Meindýraeyðir borgarinnar kom og náði í minkinn.
Mein­dýra­eyðir borg­ar­inn­ar kom og náði í mink­inn. Guðmund­ur Jó­hanns­son
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert