Nýr veruleiki sveitarfélaga

Vinna við und­ir­bún­ing að flutn­ingi mál­efna fatlaðra frá ríki til sveit­ar­fé­laga er kom­in á fulla ferð en auk þess eru á vett­vangi stjórn­sýsl­unn­ar uppi hug­mynd­ir um mikla fækk­un sveit­ar­fé­laga á næstu árum.

Í þeirri vinnu sem unn­in hef­ur verið hjá Sam­bandi ís­lenskra sveit­ar­fé­laga hef­ur verið miðað við að sveit­ar­fé­lög­in taki við mál­efn­um fatlaðra árið 2011 en einnig hef­ur verið unnið að flutn­ingi mál­efna aldraðra frá ríki til sveit­ar­fé­laga, þótt sú vinna sé skemmra á veg kom­in.

Ef sveit­ar­fé­lög­in taka við báðum þess­um mála­flokk­um, þá vex hlut­ur sveit­ar­fé­laga í op­in­berri sam­neyslu úr um 32–35% í yfir 40%. Um­fangi þess­ara mála­flokka má líkja við flutn­ing grunn­skól­ans til sveit­ar­fé­lag­anna um miðjan sein­asta ára­tug.

Mál­efni sveit­ar­fé­laga heyra und­ir sam­gönguráðuneytið og seg­ist Kristján Möller sam­gönguráðherra sann­færður um að unnt sé að láta sveit­ar­fé­lög­in taka við mál­efn­um fatlaðra á kjör­tíma­bil­inu.

Styrkja þarf sveit­ar­fé­lög­in

Kristján seg­ir að styrkja þurfi sveit­ar­fé­lög­in til að taka við mála­flokkn­um auk annarra verk­efna frá rík­inu, en hann hef­ur kynnt hug­mynd­ir sín­ar um efl­ingu sveit­ar­stjórn­arstigs­ins og hvort tíma­bært sé að auka lág­marks­í­búa­fjölda sveit­ar­fé­laga úr 50 í 1.000. Verði íbúaþrösk­uld­ur­inn stillt­ur á 1.000 hefði það í för með sér mik­il um­skipti og fækk­un niður í 30 sveit­ar­fé­lög, en þau eru nú 79.

Í sam­gönguráðuneyt­inu er haf­in mik­il vinna við breyt­ing­ar á sveit­ar­stjórn­ar­lög­um sem gætu komið fram í frum­varpi á næsta þingi.
Hall­dór Hall­dórs­son, formaður SÍS, seg­ir að sveit­ar­fé­lög­in í land­inu vilji frek­ari sam­ein­ingu sveit­ar­fé­laga, en með frjálsri aðferð. „Komi ráðherra fram með frum­varp þessa efn­is, þá þarf það að fá sér­staka um­fjöll­un á vett­vangi sveit­ar­fé­lag­anna,“ seg­ir hann.
 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert