Reykjavíkurmaraþonið hafið

Keppendur bíða þess að þeir geti hafið hlaupið.
Keppendur bíða þess að þeir geti hafið hlaupið. mbl.is/Golli

Hlaup­ar­ar í Reykja­vík­ur­m­araþon­inu voru ræst­ir út nú laust fyr­ir klukk­an 9 en þá héldu þátt­tak­end­ur í maraþoni og hálf­m­araþoni af stað frá Lækj­ar­götu í miðborg­inni. Síðar verður ræst í 10 km hlaup og skemmt­iskokki. Talið er að yfir 10.000 manns taki þátt í hlaup­un­um, þar af 640 í maraþon­hlaupi.

Alls voru 1337 ræst­ir í hálf­m­araþon og 640 í maraþon í morg­un. 3294 eru skráðir í 10 km hlaup  og 1935 í skemmt­iskokk. Þá eru 3513 börn skráð í svo­nefnt Lata­bæj­ar­hlaup. Þetta er ívið minni þátt­taka en á síðasta ári.

Gera má ráð fyr­ir að fyrstu hlaup­ar­arn­ir í maraþon­hlaup­inu komi í mark um klukk­an 11.  

Hlauparar bíða eftir að komast af stað.
Hlaup­ar­ar bíða eft­ir að kom­ast af stað. mbl.is/​Golli
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert