Reykjavíkurmaraþonið hafið

Keppendur bíða þess að þeir geti hafið hlaupið.
Keppendur bíða þess að þeir geti hafið hlaupið. mbl.is/Golli

Hlauparar í Reykjavíkurmaraþoninu voru ræstir út nú laust fyrir klukkan 9 en þá héldu þátttakendur í maraþoni og hálfmaraþoni af stað frá Lækjargötu í miðborginni. Síðar verður ræst í 10 km hlaup og skemmtiskokki. Talið er að yfir 10.000 manns taki þátt í hlaupunum, þar af 640 í maraþonhlaupi.

Alls voru 1337 ræstir í hálfmaraþon og 640 í maraþon í morgun. 3294 eru skráðir í 10 km hlaup  og 1935 í skemmtiskokk. Þá eru 3513 börn skráð í svonefnt Latabæjarhlaup. Þetta er ívið minni þátttaka en á síðasta ári.

Gera má ráð fyrir að fyrstu hlaupararnir í maraþonhlaupinu komi í mark um klukkan 11.  

Hlauparar bíða eftir að komast af stað.
Hlauparar bíða eftir að komast af stað. mbl.is/Golli
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert