Silfur á stórafmælinu

Guðbjörg Guðjónsdóttir fylgist með ömmustráknum.
Guðbjörg Guðjónsdóttir fylgist með ömmustráknum. mbl.is/HAG

Eitt fræknasta íþróttaafrek Íslandssögunar, silfursleginn sigur Íslendinga á Spánverjum í handbolta á ÓL í gær, gat varla borið upp á betri dag, 22. ágúst, því þá átti amma Guðjóns Vals Sigurðssonar stórafmæli. Fagnaði Guðbjörg Guðjónsdóttir áttræðisafmæli sínu um leið og ömmustrákurinn hennar tók þátt í hinum ógleymanlega sigri með félögum sínum og skoraði sjö mörk.

„Það hafa varla þornað á manni augnahvarmarnir,“ sagði hún. „Ég sá snemma að hann var efni í afreksíþróttamann og hann lét varla boltann frá sér í æsku.“

Hún sagði viðureignina við Spánverja í gær hafa kallað fram mikil tilfinningaviðbrögð hjá öllum sem fylgdust með henni í sjónvarpi.

Spánverjaleikurinn hélt þjóðinni sannarlega í heljargreipum í gær en þá fyrst byrjar alvöru taugastríð þegar Íslendingar mæta Frökkum í úrslitaleiknum á morgun. Og Guðjón Valur leikur stórt hlutverk þar sem endranær.

„Maður sendir honum eins góðar hugsanir og maður getur,“ sagði Guðbjörg.

Úrslitaleikurinn hefst í fyrramálið klukkan 7.45.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert