Útafakstur við Laugarvatn

mbl.is/HAG

Fólksbíll fór út af veginum við Laugarvatn um hálf sjö í morgun. Tveir ungir menn voru í bílnum. Annar þeirra var ekki í bílbelti og kastaðist hann út úr bílnum. Voru áverkar hans metnir þannig að beðið var um þyrlu Landhelgisgæslunnar. Hann mun ekki vera í lífshættu.

Þoka og rigning voru á svæðinu og skyggni ekkert. Lögreglan á Selfossi keyrði á móti þyrlunni og fylgdi hún síðan veginum að slysstað.

Þyrlan flutti síðan manninn að Landspítalanum-Háskólasjúkrahúsi í Fossvogi. Sá sem var í belti fékk minniháttar áverka og var keyrður á næstu sjúkrastofnun.

Að sögn Landspítalans mun maðurinn ekki vera í lífshættu og er hann enn í rannsókn.

Lögreglan áréttar mikilvægi þess að bílbelti séu ávallt notuð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert