Vatn hefur leikið talsvert stórt hlutverk á Menningarnótt í Reykjavík. Töluverð úrkoma var í borginni eftir hádegið en mikill mannfjöldi var samt sem áður í miðborginni og fylgdist með því sem gerðist utandyra.
Vatnslistaverk eftir Óskar Ericsson og Þórhall Sigurðsson efst á Skólavörðustíg vakti talsverða athygli í dag. Þar hefur 22 gömlum þvottavélum verið komið fyrir og úr þeim rennur vatn niður götuna. Yngsta kynslóðin fagnaði þessu framtaki sérstaklega og sullaði í vatninu af hjartans list í dag.