Víða um land verður hægt að horfa á landsleik Íslands og Frakklands í fyrramálið en þá keppir landið um ólympíugullið í handknattleik. Hægt verður að horfa á leikinn í íþróttahúsinu Seltjarnarnesi,Vodafonehöllinni, Haukahúsinu, félagsheimili Þórs á Akureyri og Sambíóunum.
Úrslitaleikurinn hefst klukkan 7:45 og verður leikurinn sýndur á þessum stöðum á risaskjám og á kvikmyndatjöldum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningum.
Íþróttahúsið Seltjarnarnesi opnar klukkar 7:15 og sömuleiðis íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum. Sambíóin, Hamar félagsheimili Þórs og Vodafone höllin opna klukkan sjö.
Fólk er hvatt til að mæta og hvetja liðið til sigurs.