Víða safnast saman vegna leiksins

Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson fagna sigrinum í gær.
Snorri Steinn Guðjónsson og Róbert Gunnarsson fagna sigrinum í gær. AP

Víða um land verður hægt að horfa á landsleik Íslands og Frakklands í fyrramálið en þá keppir landið um ólympíugullið í handknattleik. Hægt verður að horfa á leikinn í íþróttahúsinu Seltjarnarnesi,Vodafonehöllinni, Haukahúsinu, félagsheimili Þórs á Akureyri og Sambíóunum.

Úrslitaleikurinn hefst klukkan 7:45 og verður leikurinn sýndur á þessum stöðum á risaskjám og á kvikmyndatjöldum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningum.

Íþróttahúsið Seltjarnarnesi opnar klukkar 7:15 og  sömuleiðis íþróttamiðstöð Hauka að Ásvöllum. Sambíóin, Hamar félagsheimili Þórs og Vodafone höllin opna klukkan sjö.

Fólk er hvatt til að mæta og hvetja liðið til sigurs.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert