Flugeldasýning á sundunum

mbl.is/GSH

Menningarnótt í Reykjavík lauk með mikilli flugeldasýningu á tólfta tímanum í kvöld. Sýningin hófst þegar flugeldum var skotið á loft frá varðskipi Landhelgisgæslunnar, sem lónaði á sundunum ásamt ljósum skreyttum bátum.

Mikill mannfjöldi var í miðborg Reykjavíkur um miðnættið enda veður með bestra móti og rigningin, sem setti nokkuð strik í dagskrána í dag, á bak og burt.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka