Guðni í fundaherferð

Guðni Ágústsson.
Guðni Ágústsson. mbl.is/G.Rúnar

Guðni Ágústs­son, alþing­ismaður og formaður Fram­sókn­ar­flokks­ins, verður á hring­ferð um landið næstu dag­ana.

Í til­kynn­ingu frá flokkn­um seg­ir, að Guðni muni heim­sækja fólk og fyr­ir­tæki og boða til op­inna funda þar sem rætt verður um stjórn­mála­ástandið og aðgerðal­eysi rík­is­stjórn­ar­inn­ar, verðbólg­una og vaxta­okrið og al­mennt um stöðu þjóðarbús­ins, eins og þar seg­ir.

Fund­irn­ir bera yf­ir­skrift­ina: Tími aðgerða í efna­hags­mál­um er runn­inn upp. Þeir eru öll­um opn­ir og verða sem hér seg­ir:

Mánu­dag­inn 25. ág­úst kl. 20:30 - Fé­lags­bæ við Borg­ar­braut í Borg­ar­nesi
Þriðju­dag­inn 26. ág­úst kl. 20:30 – Ljós­heim­um í Skagaf­irði
Miðviku­dag­inn 27. ág­úst kl. 20:30 – Skipa­smíðastöðinni á Húsa­vík
Fimmtu­dag­inn 28. ág­úst kl. 20:30 – Austra­saln­um á Eg­ils­stöðum
Mánu­dag­inn 1. sept­em­ber kl. 20:30 – Þing­borg í Hraun­gerðis­hreppi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert