Guðni í fundaherferð

Guðni Ágústsson.
Guðni Ágústsson. mbl.is/G.Rúnar

Guðni Ágústsson, alþingismaður og formaður Framsóknarflokksins, verður á hringferð um landið næstu dagana.

Í tilkynningu frá flokknum segir, að Guðni muni heimsækja fólk og fyrirtæki og boða til opinna funda þar sem rætt verður um stjórnmálaástandið og aðgerðaleysi ríkisstjórnarinnar, verðbólguna og vaxtaokrið og almennt um stöðu þjóðarbúsins, eins og þar segir.

Fundirnir bera yfirskriftina: Tími aðgerða í efnahagsmálum er runninn upp. Þeir eru öllum opnir og verða sem hér segir:

Mánudaginn 25. ágúst kl. 20:30 - Félagsbæ við Borgarbraut í Borgarnesi
Þriðjudaginn 26. ágúst kl. 20:30 – Ljósheimum í Skagafirði
Miðvikudaginn 27. ágúst kl. 20:30 – Skipasmíðastöðinni á Húsavík
Fimmtudaginn 28. ágúst kl. 20:30 – Austrasalnum á Egilsstöðum
Mánudaginn 1. september kl. 20:30 – Þingborg í Hraungerðishreppi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert