Hekluskógar biðja almenning um birkifræ

Birkifræ safnað.
Birkifræ safnað. Hekluskógar/Hreinn

Árið í ár er eitt besta birkifræsár sem sést hefur á Suðurlandi og þótt víða væri leitað. Hekluskógar biðla því til almennings um að veita verkefninu liðsinni og gefa því fræ.

Birkifræið er notað mikið notað til beinsáninga í Hekluskóga. Beinsáningar hafa víða gefist ágætlega og má um allt land sjá skóga sem vaxið hafa upp af slíkum sáningum.

Ennfremur er stór kostur við slíkar sáningar að fara má um torfært land þar sem gróðursetning er erfið og sá fræum beint, til dæmis um brattlendi eða hálfgróin hraun.

Senda má birkifræið til Hekluskóga í Gunnarsholti, 851 Hella, eða afhenda það í Reykjavík hjá gömlu Rafstöðinni í Elliðaárdal.

Þar mun starfsfólk Orkuveitu Reykjavíkur aðstoða Hekluskóga og vera með ílát sem hægt er að afhenda fræið í.

Starfsfólk Hekluskóga þakkar kærlega þeim sem styðja vilja við verkefnið á þennan hátt.

Hér má finna upplýsingar um hvernig best er að standa að birkifræjatínslu.

 

Birkifræ.
Birkifræ. Hekluskógar/Hreinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert