Hundar hverfa í Grímsnesi

Hundurinn Prins hvarf á laugardaginn og er hans sárt saknað …
Hundurinn Prins hvarf á laugardaginn og er hans sárt saknað af eigendum.

Tveir hund­ar hafa horfið með stuttu milli­bli í Gríms­nesi og spyrja eig­end­ur sig þess hvort hundaþjóf­ar séu á ferðinni.

Eig­andi ís­lensks fjár­hunds hafði sam­band við Mbl og sagði far­ir sín­ar ekki slétt­ar. Hund­ur hans, ís­lensk­ur fjár­hund­ur, hefði horfið af heim­ili sínu að Miðengi í Gríms­nesi um há­degið í gær.

Hund­ur­inn væri mjög blíður og mann­elsk­ur og gæti vel hafa farið inn í bíl hjá ókunn­ug­um.

Það sem gerði málið enn und­ar­legra væri að síðasta fimmtu­dag hefði horfið ann­ar hund­ur af svæðinu. Væri það Si­ber­i­an husky sem byggi á Miðdal, rétt við Laug­ar­vatn.

Það telst ekki dag­legt brauð að hund­ar hverfi spor­laust og nú hefðu tveir hund­ar horfið með tveggja daga milli­bili. Eig­end­ur velta því nú fyr­ir sér hvort ein­hverj­ir óprúttn­ir aðilar sem stela hund­um séu á ferðinni.

Sverr­ir, eig­andi ís­lenska hunds­ins sem heit­ir Prins biður alla þá sem kynnu að hafa upp­lýs­ing­ar um málið að hafa sam­band við sig í síma 662 4422.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka