Köstuðu eggjum í vegfarendur

Úr miðbæ Hafnarfjarðar.
Úr miðbæ Hafnarfjarðar.

Tveir 16 ára piltar voru stöðvaðir í Hafnarfirði í gærkvöld en þar óku þeir um miðbæinn og köstuðu eggjum úr bíl sem þeir voru á. Hvorugur þeirra hafði aldur til að sitja undir stýri og voru kveikjuláslykarnir teknir af þeim.

Að sögn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðið viðurkenndi annar pilturinn, sem var farþegi í bílnum, að hafa kastað eggjunum. Ljóst er, að eggjakastarinn kemst seint í íslenska handboltalandsliðið en hann reyndi að segja sér til málsbóta að öll köstin hefðu farið forgörðum. Skotmörkin voru gangandi vegfarendur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert