Meiri borgarís eykur áhættuna í siglingum

Hlýnun andrúmsloftsins getur aukið borgarís norðvestur af Íslandi.

Þetta er mat Páls Bergþórssonar, fyrrverandi veðurstofustjóra, sem telur skýringuna liggja í bráðnun austurhluta Grænlandsjökuls.

„Hafísinn er mestur á vorin, einkum í apríl og maí, og þá er alltaf möguleiki á því að skip sem sigla um Vestfirði rekist á ís,“ segir Páll. „Undanfarin ár hefur stöku sinnum ekki verið mikið meira en fært til siglinga fyrir Vestfirði. Á sama tíma hefur ísinn verið að brotna úr Grænlandsjökli, en hann skríður ef til vill einna mest fram á sumrin.

Menn halda því fram að hlýnunin muni auka skriðið, að það muni brotna meira af jöklinum og ís úr honum eiga greiða leið að landinu, sökum þess að hafísinn við Grænland er minni en áður, einkum lagnaðarísinn. Borgarísjakar fara trauðlega í gegnum hafísinn og því er þessi leið nú greiðari en áður.“

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert