Silfrinu fagnað

Á þessu hafnfirska heimili var silfrinu ákaft fagnað.
Á þessu hafnfirska heimili var silfrinu ákaft fagnað. Margrét Theodórsdóttir

Þrátt fyr­ir að Íslend­ing­ar hafi tapað fyr­ir Frökk­um í leikn­um í morg­un fögnuðu lands­menn því þó ákaft að þarna hreppt­um við okk­ar fyrstu silf­ur­verðlaun fyr­ir hópíþrótt.

Fólk safnaðist víða sam­an og meðal ann­ars var horft á leik­inn í Smáralind, Voda­fo­nehöll­inni, Hauka­hús­inu, Sam­bíó­un­um og Hamri á Ak­ur­eyri.

Íslend­ing­ar létu tíma­setn­ingu leiks­ins að sjálf­sögðu ekki hafa áhrif á sig og má leiða að því lík­um að kveikt hafi verið á sjón­varps­tæki á nán­ast hverju heim­ili á land­inu.

Á mynd­inni má sjá heim­il­is­fólk í heima­húsi í Hafnar­f­irði fagna ákaft góðu gengi Strákanna okk­ar á ólymp­íu­leik­un­um.

Strák­un­um verður ef­laust vel fagnað þegar þeir snúa heim nú þegar leik­un­um er að ljúka.

Þor­gerður Katrín Gunn­ars­dótt­ir, mennta­málaráðherra, sagði enda fyrr í vik­unni í viðtali við mbl.is, að hún yrði starf­andi for­sæt­is­ráðherra þegar dreng­irn­ir kæmu heim og að hún myndi sjá til þess að rík­is­stjórn­in héldi stóra og mikla mót­töku fyr­ir  strák­ana. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert