Silfrinu fagnað

Á þessu hafnfirska heimili var silfrinu ákaft fagnað.
Á þessu hafnfirska heimili var silfrinu ákaft fagnað. Margrét Theodórsdóttir

Þrátt fyrir að Íslendingar hafi tapað fyrir Frökkum í leiknum í morgun fögnuðu landsmenn því þó ákaft að þarna hrepptum við okkar fyrstu silfurverðlaun fyrir hópíþrótt.

Fólk safnaðist víða saman og meðal annars var horft á leikinn í Smáralind, Vodafonehöllinni, Haukahúsinu, Sambíóunum og Hamri á Akureyri.

Íslendingar létu tímasetningu leiksins að sjálfsögðu ekki hafa áhrif á sig og má leiða að því líkum að kveikt hafi verið á sjónvarpstæki á nánast hverju heimili á landinu.

Á myndinni má sjá heimilisfólk í heimahúsi í Hafnarfirði fagna ákaft góðu gengi Strákanna okkar á ólympíuleikunum.

Strákunum verður eflaust vel fagnað þegar þeir snúa heim nú þegar leikunum er að ljúka.

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, menntamálaráðherra, sagði enda fyrr í vikunni í viðtali við mbl.is, að hún yrði starfandi forsætisráðherra þegar drengirnir kæmu heim og að hún myndi sjá til þess að ríkisstjórnin héldi stóra og mikla móttöku fyrir  strákana. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka