Ekið á vagni niður Laugaveg

Íslensku landsliðsmennirnir í handbolta fá góðar mótttökur þegar þeir koma …
Íslensku landsliðsmennirnir í handbolta fá góðar mótttökur þegar þeir koma til landsins á miðvikudag. mbl.is/Brynjar

Ekið verður með ís­lensku ólymp­íufar­ana frá Hlemmi niður Lauga­veg og að Arn­ar­hóli síðdeg­is á miðviku­dag. Kepp­end­urn­ir koma til lands­ins frá Pek­ing fyrr um dag­inn.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá for­sæt­is­ráðuneyt­inu en að fagnaðar­fund­un­um standa, auk rík­is­stjórn­ar­inn­ar, Reykja­vík­ur­borg og Íþrótta- og ólymp­íu­sam­band Íslands.

Ferð ólymp­íufar­anna hefst á Hlemmi kl. 18 á opn­um vagni. Er för­inni heitið niður Lauga­veg og lýk­ur á Arn­ar­hóli þar sem þjóðin hyll­ir þá kl. 18:30. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka