Ekið verður með íslensku ólympíufarana frá Hlemmi niður Laugaveg og að Arnarhóli síðdegis á miðvikudag. Keppendurnir koma til landsins frá Peking fyrr um daginn.
Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu en að fagnaðarfundunum standa, auk ríkisstjórnarinnar, Reykjavíkurborg og Íþrótta- og ólympíusamband Íslands.
Ferð ólympíufaranna hefst á Hlemmi kl. 18 á opnum vagni. Er förinni heitið niður Laugaveg og lýkur á Arnarhóli þar sem þjóðin hyllir þá kl. 18:30.