Geir í heimsókn til Albaníu og Grikklands

Geir H. Haarde.
Geir H. Haarde. mbl.is/Kristinn

Geir H. Haar­de, for­sæt­is­ráðherra, fór í dag í op­in­bera heim­sókn til Alban­íu en þar mun hann eiga fundi með Bam­ir Topi, for­seta, Sali Ber­isha, for­sæt­is­ráðherra, og Jozef­ina Topalli, for­seta þings­ins, auk þess sem hann heim­sæk­ir skrif­stofu Acta­vis í Tir­ana.

Heim­sókn­in fylg­ir í kjöl­far komu for­sæt­is­ráðherra Alban­íu til Íslands í fyrra og er m.a. ætluð til að styðja ís­lensk fyr­ir­tæki sem hafa eða hyggja á starf­semi í land­inu.

Geir fer síðan í op­in­bera heim­sókn til Grikk­lands dag­ana 27. – 29. ág­úst nk., þar sem hann mun m.a. funda með Kostas Karam­an­l­is, for­sæt­is­ráðherra Grikk­lands, og ávarpa ráðstefnu um reynslu Íslend­inga af nýt­ingu jarðhita.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert