Gestalæti á Pollinum

mbl.is/Sverrir Páll

Það er engu likara en anda­nefj­urn­ar tvær séu sest­ar að á Ak­ur­eyri. Þær svamla fram og aft­ur með Drottn­ing­ar­braut­inni dag­inn út og inn og þar eru stöðugt bíl­ar við veg­brún, fólk að skoða og taka mynd­ir - eða bíða eft­ir því að sjá hvar þeim skýt­ur næst upp.

Sverr­ir Páll Er­lends­son, sem tók meðfylgj­andi mynd síðdeg­is í dag, seg­ir enn­frem­ur:

Sigl­inga­klúbbs­svæði Nökkva við Höpfners­bryggju er vin­sæll skoðun­arstaður og þar var nú und­ir kvöld fjöl­menni mikið, heil rúta af miðaldra er­lend­um gest­um af skipi, sem er hér í dag, auk fólks í um það bil 30 einka­bíl­um.

Og það voru gesta­læti í þess­um skemmti­legu sjáv­ar­dýr­um. Þau stukku og gáfu kost á mik­illi mynda­töku. Og maga­skell­ur­inn í lend­ing­unni hefði ekki dugað til silf­ur­verðlauna í dýf­inga­keppni á Ólymp­íu­leik­un­um.

En þetta er æv­in­týri lík­ast, dag­leg­ar hvala­skoðun­ar­ferðir við Poll­inn á Ak­ur­eyri. Kannski verður líka stokkið á Ak­ur­eyr­ar­vök­unni um helg­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert