Það er haustlegt um að litast og spáð votviðri út vikuna. Grunnskólar landsins tóku til starfa í dag og börnin streymdu út á göturnar í morgun reiðubúin að takast á við skólaárið. Þrátt fyrir súld er lofthiti enn of hár til að hægt sé að tala um haustveður, segir Þorsteinn V. Jónsson á Veðurstofu Íslands. Hann segir hinsvegar að helgarveðrið verði kaldara, eins konar inngangur að hausti.
Rúmlega fjögur þúsund börn voru að hefja skólagöngu sína í dag. Börnin á lóð Austurbæjarskóla í dag voru ekki í vafa um að sumarið væri búið.