Kveðjuleikur hjá Ólafi?

Ólafur Stefánsson með silfurverðlaunin.
Ólafur Stefánsson með silfurverðlaunin. mbl.is/Brynjar Gauti

„Eig­um við ekki að segja að ég sé kom­inn í ágæt­is frí – hve langt það verður veit ég ekki,“ sagði Ólaf­ur Stef­áns­son, fyr­irliði ís­lenska landsliðsins í hand­knatt­leik, við Morg­un­blaðið í Pek­ing eft­ir að hann tók við silf­ur­verðlaun­un­um á Ólymp­íu­leik­un­um ásamt sam­herj­um sín­um í gær.

Ólaf­ur, sem er 35 ára gam­all, var val­inn í sjö manna úr­valslið keppn­inn­ar eins og þeir Snorri Steinn Guðjóns­son og Guðjón Val­ur Sig­urðsson, en hann kvaðst ætla að gefa sér tíma til að velta því fyr­ir sér hvort hann gæfi kost á sér í landsliðið á ný. Það mæt­ir Nor­egi í fyrsta leikn­um í undan­keppni Evr­ópu­móts­ins hinn 1. nóv­em­ber.

Íslenska landsliðið hitti fyr­ir ofjarla sína í úr­slita­leikn­um í Pek­ing í gær og tapaði, 23:28, eft­ir að hafa lent sjö mörk­um und­ir í fyrri hálfleikn­um. „Við gerðum okk­ur ljóst að fyrsti stund­ar­fjórðung­ur úr­slita­leiks­ins yrði sá mik­il­væg­asti. Tæk­ist okk­ur ekki að halda aft­ur af Íslend­ing­um fyrsta kort­erið gæti farið svo að þeir næðu frum­kvæðinu í leikn­um og þá yrði voðinn vís hjá okk­ur,“ sagði Clau­de Onesta, þjálf­ari Frakka.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert