Kveðjuleikur hjá Ólafi?

Ólafur Stefánsson með silfurverðlaunin.
Ólafur Stefánsson með silfurverðlaunin. mbl.is/Brynjar Gauti

„Eigum við ekki að segja að ég sé kominn í ágætis frí – hve langt það verður veit ég ekki,“ sagði Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska landsliðsins í handknattleik, við Morgunblaðið í Peking eftir að hann tók við silfurverðlaununum á Ólympíuleikunum ásamt samherjum sínum í gær.

Ólafur, sem er 35 ára gamall, var valinn í sjö manna úrvalslið keppninnar eins og þeir Snorri Steinn Guðjónsson og Guðjón Valur Sigurðsson, en hann kvaðst ætla að gefa sér tíma til að velta því fyrir sér hvort hann gæfi kost á sér í landsliðið á ný. Það mætir Noregi í fyrsta leiknum í undankeppni Evrópumótsins hinn 1. nóvember.

Íslenska landsliðið hitti fyrir ofjarla sína í úrslitaleiknum í Peking í gær og tapaði, 23:28, eftir að hafa lent sjö mörkum undir í fyrri hálfleiknum. „Við gerðum okkur ljóst að fyrsti stundarfjórðungur úrslitaleiksins yrði sá mikilvægasti. Tækist okkur ekki að halda aftur af Íslendingum fyrsta korterið gæti farið svo að þeir næðu frumkvæðinu í leiknum og þá yrði voðinn vís hjá okkur,“ sagði Claude Onesta, þjálfari Frakka.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert