Ofsaakstur á skólalóð

Tveir unglingspiltar óku svörtum Nissan sportbíl inná skólalóð Austurbæjarskóla fyrir stundu og reykspóluðu þar innan um barnahóp sem stóð undir vegg á skólahúsinu. Þeir dvöldu góða stund við þessa hættulegu iðju þar til sírenur hljómuðu þá fóru þeir í loftköstum burt með lögregluna á hælunum.

MBL sjónvarp var á staðnum og myndaði ofsaaksturinn.  

Skömmu seinna fannst bíllinn mannlaus en drengirnir fundust síðar við Austurbæjarskóla.  Þeir  eru um tvítugt en annar þeirra er skráður eigandi bílsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka