Ökumaður handtekinn

mbl.is/Sighvatur

Ökumaður sportbifreiðar var í dag handtekinn grunaður um vítaverðan akstur á skólalóð Austurbæjarskóla  innan um börn er þar voru.  Ökumaður er grunaður um brot á umferðarlögum, svo sem að hafa ekki sýnt nægjanlega aðgát við akstur, hraðakstur og akstur undir áhrifum fíkniefna.

Þá er hann grunaður um að hafa með akstrinum gerst sekur um brot gegn hegningarlögum með því að stefna lífi eða heilsu annarra í háska. Hann er einnig grunaður um vörslu fíkniefna.

Bifreið ökumanns var haldlögð af lögreglu og bíður skoðunar með tilliti til öryggisbúnaðar hennar. Ákvörðun mun tekin um það síðar hvort krafist verður upptöku á bifreiðinni.

Sjá myndskeið á mbl.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert