Frammistaða liðsins á Ólympíuleikunum var alveg frábær, en mér fannst samt síðasti leikurinn bera keim af því að strákarnir hefðu ekki trú á því að þeir gætu sigrað Frakkana. En í heildina stóðu strákarnir sig virkilega vel,“ segir Geir Hallsteinsson handboltakempa og faðir Loga Geirssonar landsliðsmanns að loknum ÓL.
„Byrjunin var mjög slæm hjá okkur á móti Frökkum og kannski hefði mátt athuga þann möguleika að breyta byrjunarliðinu. Þótt byrjunarliðið hafi vissulega staðið sig vel, þá er dálítið skrítið að stilla upp sama byrjunarliðinu í hverjum leiknum á fætur öðrum.“