Vímuefnafíkn er fjölskyldusjúkdómur

Vímuefnafíkn er fjölskyldusjúkdómur
Vímuefnafíkn er fjölskyldusjúkdómur mbl.is

„Ég hafði á tilfinningunni að hlutirnir væru að ganga upp. Hún fékk frábæra hjálp frá Vímulausri æsku og Lundi í Keflavík, en það var samt eitthvað sem angraði mig,“ segir Elísabet Markúsdóttir, móðir 17 ára stúlku sem berst við vímuefnavanda. Í næstum fjögur ár hefur hún reynt að gera hvað hún getur til að bjarga dóttur sinni úr viðjum vímunnar.

Stúlkan féll fyrir tveimur vikum og er nú á nýjan leik komin í meðferð. Elísabet segir baráttu síðustu ára hafa tekið gríðarlega á og hræðilegt sé að horfa upp á barn sitt drepa sig á vímuefnum. Skili meðferðin ekki tilætluðum árangri óttast hún að tíminn sé á þrotum. „Hún er að verða átján ára og ég er að reyna að nota þessa síðustu daga til að gera það sem ég get til að hjálpa henni.“

Amfetamínfíkn aðalvandi hjá 13%

Vandinn er þó ekki aðeins þeirra, og fjölskyldur ungra fíkniefnaneytenda þjást ekki síður, enda fíkillinn oftast nær með öll vopnin í höndum sér. Kristín Snorradóttir, móðir 21 árs fíkils í meðferð, vill sjá meira gert fyrir aðstandendur. „Ég sem móðir hef verið á þeim stað að vanlíðanin og sorgin hefur verið svo mikil að ég hef varla staðið undir mér. Þetta er fjölskyldusjúkdómur og mér finnst það oft gleymast.“

Báðar mæður lofa starf Foreldrahúss þar sem þær hafa fengið mikinn stuðning og hvetja aðstandendur til að sækja aðstoð þangað og það fremur fyrr en síðar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert