Í dag eru 60 ár síðan reglulegt áætlunarflug á vegum Icelandair hófst milli Íslands og Bandaríkjanna. Fyrsta flugið var farið 26. ágúst 1948.
Það var á vegum Loftleiða Icelandic, eins af forverum Icelandair og var flogið á Geysi, hinni sögufrægu Skymaster vél félagsins, til New York.Þetta kemur fram í fréttatilkynningu.
Áður hafði verið flogið stopult milli Íslands og Bandaríkjanna en fyrir réttum sextíu árum fengu Loftleiðir leyfi til áætlunarflugs milli landanna og hófu það
strax.
Koma Íslendinga til New York vakti mikla athygli á sínum tíma. Helstu dagblöð vestra greindu frá viðburðinum. Til gamans má geta þess að Steingrímur Hermannsson, fyrrverandi forsætisráðherra, var meðal farþega um borð, þá ungur námsmaður.
Í tilefni dagsins verður farþegum á flugi Icelandair til vesturheims í dag, þ.e. til New York, Boston, Toronto og Minneapolis, boðnar léttar veitingar.