Grátið af gleði

Paul Ramses kyssti íslenska jörð þegar hann hafði sameinast fjölskyldu sinni að nýju í nótt. Hann segist þakklátur guði og öllum sem lögðu honum lið. Málið sé sigur fyrir íslenskt réttarkerfi. Miklar tilfinningar brutust út við endurfundina og viðstaddir klöppuðu fyrir fjölskyldunni. 

Paul Ramses segir dvölina á Ítalíu hafa verið sér erfiða, bæði samskipti við lögreglu og aðra í flóttamannabúðunum. Þá hafi litlu mátt muna að hann missti vonina fyrst í stað enda hefði hann skilið við son sinn nánast nýfæddan og konu sem enn var að jafna sig eftir barnsburð.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert