Grátið af gleði

00:00
00:00

Paul Ramses kyssti ís­lenska jörð þegar hann hafði sam­ein­ast fjöl­skyldu sinni að nýju í nótt. Hann seg­ist þakk­lát­ur guði og öll­um sem lögðu hon­um lið. Málið sé sig­ur fyr­ir ís­lenskt rétt­ar­kerfi. Mikl­ar til­finn­ing­ar brut­ust út við end­ur­fund­ina og viðstadd­ir klöppuðu fyr­ir fjöl­skyld­unni. 

Paul Ramses seg­ir dvöl­ina á Ítal­íu hafa verið sér erfiða, bæði sam­skipti við lög­reglu og aðra í flótta­manna­búðunum. Þá hafi litlu mátt muna að hann missti von­ina fyrst í stað enda hefði hann skilið við son sinn nán­ast ný­fædd­an og konu sem enn var að jafna sig eft­ir barns­b­urð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert