Hert eftirlit með bifreiðum á gangstéttum

Svona var útlits á Ránargötu í gærmorgun.
Svona var útlits á Ránargötu í gærmorgun. mynd/Oddur

Bíl­stjór­ar í Reykja­vík hafa lagt und­ir sig marg­ar gang­stétt­ar sem börn þurfa að nota til að kom­ast til og frá skóla. Þeir nota gang­stétt­ar eins og bíla­stæði og gang­andi börn þurfa að hörfa út á götu. Stöðuverðir Reykja­vík­ur­borg­ar munu fylgj­ast sér­lega vel með þess­um göt­um næstu daga og skrifa stöðubrotsmiða.

Um­hverf­is- og sam­gönguráð Reykja­vík­ur hef­ur hvatt alla borg­ar­búa sem geta til að ganga, hjóla eða fara með strætó í vinnu og skóla. Það hef­ur einnig hvatt for­eldra ungra barna til þess að ganga með börn­um sín­um í skól­ann. Börn í Þing­holt­un­um og Vest­ur­bæn­um hafa á leið til og frá skóla aft­ur á móti rekið sig á að bif­reiðum þekja gang­stétt­ir og þau hafa því þurft að leggja sig í hættu með því að stíga út á götu.

Á heimasíðu um­hverf­is­sviðs er haft eft­ir Kol­brúnu Jónatans­dótt­ur, fram­kvæmda­stjóra Bíla­stæðasjóðs, að stöðuverðir standi vakt­ina næstu daga við þær göt­ur sem þessi brot eigi sér oft­ast stað. Hún seg­ir að sér­stak­lega verði fylgst með Báru­götu, Rán­ar­götu og Garðastræti í gamla Vest­ur­bæn­um, og nokkr­um göt­um í Þing­holt­un­um eins og Óðins­götu og Þórs­götu. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka