HSÍ fær 50 milljónir

mbl.is/Brynjar Gauti

Rík­is­stjórn­in ákvað á fundi í dag, að styrkja Hand­knatt­leiks­sam­band Íslands um 50 millj­ón­ir króna. Var þetta gert að til­lögu mennta­málaráðherra vegna fræki­legs ár­ang­urs ís­lenska landsliðsins í hand­bolta og ein­stæðs af­reks á
ólymp­íu­leik­un­um í Pek­ing, að því er kem­ur fram í til­kynn­ingu.

Íslenska hand­bolta­landsliðið vann silf­ur­verðlaun á ólymp­íu­leik­un­um og lék um gull­verðlaun við Frakka en tapaði þeim leik. 

Ólymp­íufar­arn­ir koma heim á morg­un og býður rík­is­stjórn­in, Reykja­vík­ur­borg og Íþrótta- og ólymp­íu­sam­band Íslands til fagnaðar­fund­ar ís­lensku þjóðar­inn­ar. Ákveðin hef­ur verið ný akst­urs­leið frá Skóla­vörðuholti en þaðan mun hand­bolta­landsliðið leggja af stað í opn­um vagni kl. 18 í fylgd lúðrasveit­ar, fána­bera ungs íþrótta­fólks og lög­reglu.

Ekið verður niður Skóla­vörðustíg og Banka­stræti að Arn­ar­hóli. Þar verður hald­inn fagnaðar­fund­ur ólymp­íufar­anna og ís­lensku þjóðar­inn­ar sem er hvött til að fjöl­menna og sýna íþrótta­fólk­inu þakk­læti sitt fyr­ir glæsi­lega frammistöðu á ólymp­íu­leik­un­um í Pek­ing.

Þeir sem ætla að taka þátt í fagnaðinum við Skóla­vörðustíg og á Arn­ar­hóli eru hvatt­ir til að mæta tím­an­lega, nota al­menn­ings­sam­göng­ur til að kom­ast í miðborg­ina eða leggja bíl­um sín­um í hæfi­legri fjar­lægð frá sam­komu­staðnum til að greiða fyr­ir um­ferð.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert