Ísland mun senda skáksveit á alþjóðlegu ólympíuleikana í hugaríþróttum til að tefla atskák. Einnig keppa samtals sex pör í brids á leikunum, þrjú í opnum flokki og þrjú í flokki yngri en 28 ára. Leikarnir hefjast þriðja október í Peking og lýkur hinn átjánda.
Þetta er í fyrsta sinn sem ólympíuleikar í hugaríþróttum eru haldnir en að þeim stendur Alþjóðlega hugaríþróttasambandið. Á leikunum er auk brids og skákar leikið damm, gó og xiangqi, sem er einnig þekkt sem kínversk skák.