Leggur til aukningu þorskkvóta

mbl.is/Sigurður Mar

Smá­báta­fé­lagið Eld­ing í Ísa­fjarðar­sýsl­um legg­ur til að þorskkvót­inn verði auk­inn upp í 220.000 tonn næstu þrjú árin. Fisk­veiðiárið er á enda og nýtt ár hefst fyrsta sept­em­ber. Fé­lags­menn segja sjó­menn ekki hafa orðið vara við minni þorsk­gengd.

Á vefn­um Skip.is seg­ir að í álykt­un frá Eld­ing sé lagt til að jafn­hliða því að setja á jafn­stöðuafla í þorski næstu þrjá árin verði að fara yfir störf Haf­rann­sókn­ar­stofn­un­ar og at­hugað hvers vegna rann­sókn­um stofn­un­ar­inn­ar beri í engu sam­an við reynslu sjó­manna.

Með því að auka kvót­ann upp í 220.000 tonn á ári, næstu þrjú árin, efl­ist þjóðar­hag­ur og kreppu yrði af­stýrt.

Þá legg­ur fé­lagið til að línuíviln­un verði hækkuð um 20% og að tek­in verði upp hand­fær­aí­viln­un til þess að slík­ar veiðar legg­ist ekki af.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert